Tengiliðir og samstarfsaðilar

Producent

Partner company:


SĂśgin ehf.
Smidjuvegi 16, (rau? gata)
200 KĂłpavogur
Ísland
Telefony

Söludeild:

Sími: 544 5200

E-mail: sogin@sogin.is
Godziny

Opið alla virka daga frá

9:00 -12:00
og 13:00 - 17:00
 

Um okkur


Sögin er sérhæft fyrirtæki í framleiðslu á hágæða vörum úr gegnheilum harðviði og sérvalinni furu. Félagið flytur beint inn hráefni frá völdum birgjum í Evrópu og Ameríku en félagið er einn stærsti innflytjandi og úrvinnsluaðili á Íslandi á vörum úr harðviði. Sögin framleiðir árlega mikið magn af listum úr ýmsum tegundum og selur til fjölda verslana, verktaka og einstaklinga. Hjá félaginu starfa 7 fastráðnir starfsmenn en starfsmannafjöldi ræðst þó af verkefnastöðu hverju sinni.

Sögin hóf starfsemi sína í Einholti 2 rétt fyrir seinni heimsstyrjöld en var formlega stofnuð 1941 og er því eitt af elstu starfandi trésmíðafyrirtækjum landsins. Starfsemi fyrirtækisins var lengst af í Höfðatúni 2 í Reykjavík eða allt þar til núverandi eigendur keyptu félagið árið 1999 en þá var framleiðslustarfsemin flutt að Stóru Reykjum við Húsavík.

Félagið er fjölskyldufyrirtæki en að stærstum hluta í eigu Gunnlaugs Stefánssonar framkvæmdastjóra og Trésmiðjunnar Reinar í Reykjahverfi við Húsavík.

Öll hönnun og einkaleyfi fyrir GUMI kerfinu eru eign DREWEX en fyrirtækið er staðsett Cegielnia ul. Wawrzyna 2, 05-250 Radzymin, Póllandi.
 
system

Um GUMI kerfið

GUMI kerfið er þróað í samstarfi við sérfræðinga með áralanga sérþekkingu á t.d. efnafræði, efnistækni, framleiðslutækni og í viðarfræðum. Þess vegna tókst að þróa samsetningarkerfi fyrir gegnheilt palla efni – efni sem allir geta sett saman.

GUMI er eina fáanlega svalalausnin á markaði af þessari gerð; gegnheill náttúrulegur harðviður, 21 mm þykkur og lagt fljótandi. Efnið krefst ekki varanlegrar festingar og er einstaklega auðvelt að leggja.

Gumi er fullbúin og þróuð vara sem má setja saman á fjölda vegu. Efnið er í einingum og er hægt að setja saman á mismunandi hátt. Efnið hentar öllum útfærslum af svölum og veröndum. Hægt er að raða saman borðunum og skapa margskonar mynstur allt eftir sköpunargleði hvers og eins. Við trúum því að auðveld lagning á efninu og notkunarmöguleikar þess séu kaupendum mikilvægir.