Prófað við erfiðustu
veðurskilyrði.

Notum aðeins efni sem tryggja hámarkslíftíma við erfiðustu veðurskilyrði.


8°C

Raki: 97%


Prófað við erfiðustu
veðurskilyrði.

Notum aðeins efni sem tryggja hámarkslíftíma við erfiðustu veðurskilyrði.


8°C

Raki: 97%


Prófað við erfiðustu
veðurskilyrði.

Notum aðeins efni sem tryggja hámarkslíftíma við erfiðustu veðurskilyrði.


-14°C

Raki: 54%


Prófað við erfiðustu
veðurskilyrði.

Notum aðeins efni sem tryggja hámarkslíftíma við erfiðustu veðurskilyrði.


31°C

Raki: 66%

Framleiðsla harðviðarborða

 
 
1.

Þurrkun
á aski

Askur er loftþurrkaður í nokkra mánuði þar til rakaprósenta er orðin mjög lág. Harðviðurinn kemur allur úr umhverfisvottuðum sjálfbærum skógum og uppfyllir skilyrði FSC.
 
 
2.

thermoJESION
- hitameðhöndlun

Viðurinn er hitaður upp í 200 °C og við það verður hann brúnn í gegn. Eftir meðhöndlunina flokkast askurinn með endingarbestu viðartegundunum. Efnið endist lengur og það hreyfist minna. Að lokum er efnið látið setja sig í rétt rakastig fyrir notkun utandyra.
 
3.

thermoJESION
- heflun og olíuburður

Efnið er heflað og borað í það fyrir festingum. Askurinn fær á sig rétt form og lögun. Í lokin er efnið olíuborið með sérstakri olíu með lit. Olían er með innbyggðri vörn sem dregur úr áhrifum sólar og veðrunar á efnið.
 
 
 
 
Fullkomlega náttúruleg framleiðsla (aðeins notaður hár hiti við meðhöndlunina);
Umhverfisvæn náttúruleg olía;
Borðin eru olíuborin og tilbúin til notkunar;;
FSC – timbur kemur úr vottuðum skógum;
Efnið er í besta endingarflokki sem tryggir hámarks líftíma;

Gúmmífestingar

Gúmmífestingarnar eru framleiddar úr hágæða gúmmíi sem er notað í bílaiðnaði. Það er sérstaklega hannað svo auðvelt sé að setja saman borðin og taka í sundur án þessa að festingin tapi eiginleikum sínum eftir margra ára notkun.
 
 
 
 
 
Líftími og styrkur hefur verið staðfestur í prófunum á rannsóknarstofu.
Gúmmífestingar með einstaka eiginleika. Nógu hart til að gera
samsetningu borðana auðvelda en að sama skapi
nógu sveigjanlegt.
Hljóðdempandi eiginleikar gúmmífestingana koma í veg fyri hljóðmengun þegar gengið er á efninu.
Notuð eru mjög endingargóð efni sem þola mikinn hita og kulda og þau tapa ekki eiginleikum sínum eftir margra ára notkun.
 
Gúmmífestingarnar má endurvinna að fullu.

Ábyrgjumst endingu á gúmmífestingum í 10 ár.

Viðhald


Náttúrulegur viður er hlýlegur, endingargóður og umfram allt mjög umhverfisvænn. Reglulegt viðhald efnisins tryggir náttúrulegt útlit viðarins og hámarksendingu.

Reglulegt viðhald er hægt að framkvæma á mjög einfaldan hátt og til þess þarf ekki neina sérstaka sérfræðiþekkingu. Pallaefnið þarf að þvo með vatni og svo látið þorna. Þegar efnið hefur þornað vel er olía borin á með rúllu eða pensli. Efnið fær aftur upprunalega litinn við meðhöndlunina. Olían myndar einnig vörn sem ver viðinn fyrir raka og sól fyrir komandi misseri.

Upplýsingar um olíur og hreinsiefni sem við mælum með er hægt að finna á heimasíðu okkar. Eins má líka hringja og fá upplýsingar.


Við mælum með eftirfarandi olíum:

- sérhæfðar olíur til notkunar utandyra á harðvið;
-lífrænar náttúrulegar olíur;
- olíur með smá lit til að viðhalda dökka harðviðarlitnum sem lengst;
 
 
Panta olíu

Leiðbeiningar um viðhald

 
Hversu oft þarf að viðhalda harðviðnum með olíu ræðst af því hversu mikil veðrun er á svölunum. Leiðbeinandi uppýsingar eru í töflunni hér á eftir:
 
 
Gerð af svölum:
Opnar svalir / Að hluta yfirbyggðar
Yfirbyggðar svalir
 
 
 
Viðhaldsþörf
Tvisvar sinnum á ári
Einu sinni á ári
 
 
 
Árstíð
Fyrir veturinn og á vorin
Á vorin
 
Reglulegt viðhald á harðviðnum er mjög mikilvægt þar sem það klárlega eykur líftíma viðarins. Olíulagið hverfur smá saman af viðnum og því þarf að viðhalda því til að tryggja sem besta vörn gegn raka og útfjólubláum geislum sólarinnar.
 
Olíur sem við mælum með
má finna á heimsíðu okkar.
Ef einhverjar spurningar eru þá hringið í síma Sagarinnar 544 5200.